Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana í B-deild Evrópumótsins í Podogorica í Svartfjallalandi.
Fimm lið voru með Íslandi í riðli, Bretland, Grikkland, Makedónía, Svíþjóð og heimastúlkur frá Svartfjallalandi. Ísland hafnaði í fimmta sæti riðilsins og lék því gegn Búlgaríu um sæti 17 til 22 á mótinu.
Leikur dagsins erfiður frá byrjun fyrir íslenska liðið, sem var komið 14 stigum undir strax eftir fyrsta leikhluta, 22-8. Í öðrum leikhlutanum ranka þær þó aðeins við sér, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var forysta Búlgaríu enn 14 stig, 35-21. Í upphafi seinni hálfleiksins gáfu þær svo eftir og var munurinn kominn í 24 stig fyrir lokaleikhlutann, 54-30. Í honum gerði Búlagría svo það sem þurfti til þess að sigla að lokum nokkuð öruggum 35 stiga sigri í höfn, 75-30.
Hjördís Traustadóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu í dag. Skilaði 10 stigum, frákasti og 2 stoðsendingum á þeim 25 mínútum sem hún spilaði.