7:00
{mosimage}
Yanko Dzhukev
Fyrstu deildarlið Þórs í Þorlákshöfn er búið að fullmanna leikamannahóp sinn fyrir veturinn, núna síðast fengu þeir 23 ára gamlan Búlgara, Yanko Dzhukev, til liðs við sig.
Dzhukev hefur leikið með U18 ára landsliði Búlgara en var í 6 ár í Bandaríkjunum í skóla. Hann lék um tíma í Líbanon en síðast var hann í belgíska liðinu Arlon. Það má geta þess að systir hans er markvörður í kvennaliði HK í handbolta.
{mosimage}
Tom Port
Þá hefur Þór fengið bandaríska leikmanninn Tom Port eins og karfan.is greindi frá í sumar en einnig er Sveinbjörn Skúlason kominn í gang aftur. Þá hafa Þórsarar fengið Böðvar Björnsson frá FSu en hann lék áður með ÍA og Haukum og að lokum mum Þorbergur Heiðarsson leika með liðinu en hann kemur frá Þrótti Vogum en er upphaflega Njarðvíkingur.
Björn Ægir Hjörleifsson er þjálfari Þórs.
Myndir: Kristinn Kristinsson