21:15
{mosimage}
KR ingar urður einnig Reykjavíkurmeistarar í drengjaflokki
KR varð í dag Íslandsmeistari í drengjaflokki eftir framlengdan leik gegn bikarmeisturum Keflavíkur, leikar fóru 109-100. Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í leiknum og skoraði 44 stig og gaf 10 stoðsendingar. 24 stiganna komu í fjórða leikhluta og þ.á.m. skoraði hann þriggja stiga körfu frá miðju um leið og lokaflaut venjulegs leiktíma gall og jafnaði þar með leikinn.
Njarðvík varð Íslandsmeistari B liða í 2. deild en þeir sigruðu Grindavík 80-74 í Kennaraháskólanum. Njarðvík varð fyrir því óláni í leiknum að á þriðju mínútu skullu þeir Rúnar Ingi Erlingsson og Hjörtur Hrafn Einarsson saman og fóru saman á slysavarðsstofuna þar sem þeir voru saumaðir og sendir svo heim.