Leikmaður KR, Brynjar Þór Björnsson, fagnaði ekki bara sigri í kvöld og nánast öruggum deildarmeistaratitil. Heldur var hann einnig að fagna því að vera orðinn leikjahæsti leikmaður KR frá upphafi með 388 leiki undir beltinu.Tók þar með framúr Kolbeini Pálssyni. Merkilegast er það kannski fyrir þær sakir að Brynjar er aðeins 27 ára gamall og á því, ef guð leyfir, mörg ár eftir til þess að bæta við.
Karfan vill nota tækifærið og óska Brynjari til hamingju með þennan merka áfanga.