spot_img
HomeFréttirBrynjar Þór Björnsson: Pepplistinn Minn

Brynjar Þór Björnsson: Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann KR, stórskyttuna Brynjar Þór Björnsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

KR tekur á móti Njarðvík í 4. umferð Dominos deildar karla kl.19:15 í DHL Höllinni og er leikurinn í beinni útsendingu hjá Stöð2Sport.

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

 

 

 

Brynjar:

"Tónlist skiptir mig miklu máli þegar kemur að því að spila körfubolta – hvort sem það er á sumaræfingu eða fyrir leiki. Tónlist gerir allt töluvert skemmtilegra – ég er mikil alæta á tónlist og er ekki með ákveðinn lög sem ég spila fyrir leiki en þessi listi er með nokkur af mínum uppáhalds lögum."

 

Crossfade – GusGus

-Alvöru groove sem kemur mér í rétta gírinn. Fær mig til þess að langa til að skemmta mér.

 

It was a good day – Ice Cube

-Á leið í DHL – höllina þá set ég þetta lag á . Ice Cube veit hvað hann syngur.

 

One More Time – Daft Punk

-Frábært lag sem eldist vel.

 

No Church In The Wild – Jay-Z & Kanye West

-Magnað lag – smá harka í þessu sem peppar mig vel upp.

 

C.R.E.A.M. – Wu-Tang Clan

-Flott klefalag – ekki of mikill hávaði heldur gott bít og klassískt lag.

 

Go – The Chemical Brothers

-Þetta lag er að koma sterkt inn í dag. Ég vil heyra þetta rétt fyrir leik – þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum.
 

Fréttir
- Auglýsing -