spot_img
HomeFréttirBrynjar Þór Björnsson íþróttamaður KR

Brynjar Þór Björnsson íþróttamaður KR

 
Brynjar Þór Björnsson er íþróttamaður KR árið 2010, en útnefngin var tilkynnt á aðalfundi KR síðastliðið fimmtudagskvöld. Brynjar Þór átti frábæran vetur með meistaraflokki karla, lykilmaður í liðinu sem endaði í efsta sæti Iceland Express deildar karla. Hildur Sigurðardóttir var jafnframt valin körfuknattleikskona KR árið 2010. Þetta kemur fram á www.kr.is/karfa
Á heimasíðu KR segir ennfremur:
Brynjar Þór steig virkilega upp frá síðasta keppnistímabili, lagði hart af sér í auka- og styrktaræfingum síðastliðið sumar og í allan vetur. Niðurstaðan var hans langbesta keppnistímabil og sæti í úrvalsliði ársins. Brynjar var jafnframt kjörinn körfuknattleiksmaður ársins hjá KR, nafnbót sem hann hlaut einnig árið 2006.
 
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var valin körfuknattleikskona ársins 2010 hjá KR en var lykilmaður í liðinu sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitil KR síðan 2002.
 
Fréttir
- Auglýsing -