spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaBrynjar Snær maður leiksins er Fylkir tryggði sér deildarmeistaratitilinn

Brynjar Snær maður leiksins er Fylkir tryggði sér deildarmeistaratitilinn

Fylkir og ÍR b tókust á í lokaumferð 2. Deildar í gærkvöldi.

Fylkismenn voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leik en ÍR b á botni deildarinnar.

Það var jafnt á milli liðanna í upphafi leiks en heimamenn tóku fram úr um miðjan fyrsta leikhluta eftir tvö þriggja stiga skot í röð frá Þórarni Gunnari Óskarssyni. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 35-17 fyrir heimamönnum. Deildarmeistararnir héldu uppteknum hætti og náðu klára tímabilið með góðri frammistöðu. Lokatölur voru 105-69, Brynjar Snær Grétarsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 12 stig og skilaði frábærri varnarvinnu í leiknum. Fylkismenn bíða nú spenntir eftir úrslitakeppni en þeir taka á móti Vestra á laugardaginn í Fylkishöllinni.

Fréttir
- Auglýsing -