spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBrynjar skrifaði undir í Borgarnesi

Brynjar skrifaði undir í Borgarnesi

 

Það sem marga hafði grunað var staðfest í dag í einni bestu vegasjoppu landsins, Olís í Borgarnesi.  Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR hefur ákveðið að skipta um lið og spilar með Tindastól næstu tvö árin.  Brynjar sagði við tilefnið við Vísi.is að það yrði furðulegt að hugsa til þess að hann yrði ekki í búning KR á næstu leiktíð þar sem hann hafði alið manninn síðan hann var 5 ára gamall. 

 

Brynjar hefur reynst KR-ingum þyngdar sinnar virði í gulli enda hlaðið inn titlum þar síðustu ár og verið þeim afar mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem þetta lið hefur verið.  Tindastól hefur hann reynst einstaklega erfiður og því ekki nema von að Skagfirðingar hafi viljað landa Brynjari.  Líkt og í almennilegri samningagerð gamalla stríðs erkifjenda mættust Brynjar og forráðamenn Tindastóls á miðri leið í Borgarnesi og kvittuðu undir samninginn góða. 

 

Þetta er önnur blóðtakan úr KR á stuttum tíma en fyrr í vikunni greindi Finnur Freyr Stefánsson frá því að hann væri hættur þjálfun liðsins. 

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -