Líkt og áður hefur komið fram er Brynjar Þór Björnsson með munninn fyrir neðan nefið og hikar ekki við að segja hlutina eins og þeir eru. Brynjar hóf sálfræði stríð við Haukana fyrir seríuna þar sem hann sagði í viðtali við Vísi að nú yrðu KR að sýna Haukunum að þeir ættu ekki séns í KR. Hingað til hefur Brynjar staðið við þau stóru orð og KR aðeins hársbreidd frá því að taka sinn þriðja titil á jafn mörgum árum.
Þrátt fyrir góða stöðu liðsins er Brynjar enn að "tala íslensku" og í viðtali við SportTv sagði hann Kára Jónsson sem er frá vegna meiðsla vera "mjúkann" í varnarleik sínum og að Hauka vörnin sé töluvert betri án Kára, en að sama skapi sagði hann sóknarleik Haukana veikari einmitt út af sömu ástæðu.
Og nú síðast á Twitter síðu spyr Brynjar hvort Byko sé opið eftir að KR leiði einvígið 2:0 og vísar þar væntanlega í að hann langi að fjárfesta í sóp.
2 – 0 ! Er BYKO opið? #korfubolti #dominos365 #KRkarfa
— Brynjar Bjornsson (@Brynjarthorb) April 22, 2016
Brynjari hefur verið tekið hraustlega af varnarmönnum Hauka og meira segja af sóknarmönnum þeirra en Brynjar fékk einmitt einn "gu moren" á lúðurinn í fyrsta leik liðanna frá Finn Atla Magnússyni fyrrum liðsfélaga sínum og nú leikmanni Hauka. Undirritaður telur nú samt að um óviljaverk hafi verið að ræða og Brynjar "illa staðsettur" ef svo má að orði komast.
Fróðlegt verður því að sjá hvort þessar kyndingar Brynjars kveiki í Haukunum fyrir næsta leik liðanna þar sem KR getur tryggt sér titilinn.