spot_img
HomeFréttirBrynjar: "Hann fór loksins að detta"

Brynjar: “Hann fór loksins að detta”

"Eftir brösótta byrjun fór hann að detta," sagði Brynjar Þór Björnsson, KR í spjalli við Karfan.is eftir leik KR og Njarðvíkur í 8 liða úrslitum Powerade bikarsins. KR sigraði leikinn og hefur tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Brynjar sagði vöðvaminnið hafa tekið völdiin. "Þetta voru eiginlega erfiðustu skotin sem fóru ofan í. Stundum fengum við bara alltof opin skot og menn voru að hugsa of mikið og þegar menn gera það þá klikka menn frekar."

 

Leikurinn á föstudaginn, þegar KR tapaði fyrsta deildarleik sínum á árinu gegn Stjörnunni í DHL höllinni, var ekkert að sitja í heimamönnum að sögn Brynjars.

 

"Leikur í janúar í deildinni skiptir þannig ekki neinu máli. Íslandsmeistaratitillinn er unninn í vor og við erum ekki að stressa okkur yfir því að vera í öðru sæti í deldinni núna. Bikarinn fær mann til þess að gíra sig sérstaklega mikið upp – eftir tapið í fyrra. Það sveið. Við viljum komast í úrslitaleikinn og gera allt sem í okkar valdi stendur til að lyfta þessum bikar."

 

En vill Brynjar einhvern sérstakan mótherja í undanúrslitunum?

 

"Bara að fá heimaleik. Slétt sama hvern við fáum."

Fréttir
- Auglýsing -