Keflavík samdi á dögunum við nokkra leikmenn fyrir komandi átök í Dominos deildunum. Stærstu fréttirnar þær að fyrrum landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir er komin á fullt eftir barnsburð og mun leik með liðinu á komandi vetri. Liðið hafði fyrr í sumar tilkynnt að þær María Ben Jónsdóttir og Telma Lind Ásgeirsdóttir væru einnig á heimleið til Keflavíkur fyrir tímabilið.
Karlamegin er það helst að frétta að landsliðsleikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson mun leika með liðinu á næsta tímabili, en félagið gerði einnig samninga við þá Elvar Snær Guðjónsson, Andra Þór Tryggvason og Davíð Páll Hermannsson fyrir næsta tímabil.
Fréttatilkynning Keflavíkur: