spot_img
HomeFréttirBrown þjálfari ársins í NBA

Brown þjálfari ársins í NBA

 00:04:05
Mike Brown, þjálfari Cleveland Cavaliers, var í dag valinn þjálfari ársins í NBA deildinni.

Brown leiddi lið sitt til besta árangurs í NBA deildinni í ár, 66-16, og hefur breytt Cleveland, sem var um árabil meðal verstu liða deildarinnar, í besta varnarliðið og það lið sem erfiðast er heim að sækja. Cavs unnu 39 af 41 heimaleik í vetur og eru með heimavallarrétt allt upp í sjálf úrslitin ef þeir ná það langt.

Nánar hér að neðan…
Brown hefur unnið fleiri leiki á síðustu fjórum árum en nokkur NBA þjálfari að undanskildum Phil Jackson og Gregg Popovic. Hann hefur komist í úrslitin síðustu fjögur ár og er sigursælasti þjálfari Cavs í úrslitakeppni.

Annað afrek sem hægt er að skrifa á Brown er að hann hefur náð að halda stjórn á liðinu þrátt fyrir að vera með eina stærstu íþróttastjörnu heims, LeBron James, innan sinna raða. Þeir eru mestu mátar og hefur ekki borið skugga á samstarf þeirra, nema síður sé og þeir virðast báðir einbeittir í að stefna að sama marki… Meistaratitli.

Ekki kæmi nokkrum á óvart þó James fylgdi í fótspor lærimeistara síns og yrði krýndur MVP verðlaununum, sem verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -