Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.
Brooklyn Nets
Heimavöllur: Barclays Center
Þjálfari: Kenny Atkinson
Helstu komur: D’Angelo Russell, DeMarre Carroll, Allen Crabbe, Timofey Mozgov.
Helstu brottfarir: Brook Lopez.
Gjörbreytt lið Brooklyn Nets mætir til leiks þetta tímabilið. Liðið er búið að losa sig við sinn besta leikmann í Brook Lopez og er búið að bæta við sig stórum samningum og áhugaverðum leikmönnum á borð við D’Angelo Russell. Það er vonandi stutt í það að NBA áhugamenn ræði um körfuboltaliðið Brooklyn Nets án þess að umræðan sé um valréttina sem liðið hefur gefið frá sér.
Styrkleikar liðsins fyrirfram eru bakverðir liðsins, Jeremy Lin og D’Angelo Russell sem ættu báðir að eiga mikið inni frá síðasta tímabili. Allen Crabbe og DeMarre Carroll koma inn með ákveðna reynslu og svo getur liðið loksins byrjað að hlaupa almennilega nú þegar að Brook Lopez hefur yfirgefið svæðið.
Veikleikarnir eru miklu fleiri. Varnarleikurinn verður stórt vandamál, Breiddin er næstum engin og ég á afskaplega erfitt með það að sjá hver í þessu liði ætlar að hitta úr skotum fyrir utan. Leikmannahópurinn er einfaldlega fullur af leikmönnum sem hreyfa nálina ekkert, það dugar ekki í NBA.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
Jeremy Lin
D'Angelo Russell
Allen Crabbe
DeMarre Carroll
Timofey Mozgov
Fylgstu með: D’Angelo Russell. Margir halda að kerfið hjá Lakers hafi haldið aftur af þessum unga leikmanni, hann fær allavega nóg af skotum í vetur.
Gamlinginn: Timofey Mozgov (31) er mættur á svæðið og fær 20 milljónir dollara á ári fyrir að setja hindranir.
Spáin: 22–60 – 14. sæti
15. Chicago Bulls
14. Brooklyn Nets
13.
12.
11.
10.
9.
8.
7.
6.
5.
4.
3.
2.
1.