Pablo Aquilar nafnið þekkja líkast til ekki margir en þeir sem hafa fylgst grannt með Jóni Arnór Stefánssyni og ferli hans á spáni vita að Jón og Pablo hafa spilað saman bæði í Granada og nú síðast hjá CAI Zaragoza. Pablo þessi var einmitt í viðtali við Karfan.is á sínum tíma þar sem hann lýsti sambandi sínu við Jón líkt og þeir væru bræður.
Pablo þessi er 24 ára gamall og var að spila sitt besta tímabil til þessa og í loka leiknum á þessu tímabili gegn Real Madrid var kappanum ákaft fagnað og hann hylltur fyrir sitt framlag til CAI Zaragoza þar sem hann hafði gefið það út að hann vildi spreyta sig í nýjum vígstöðvum. Nýjir vígstaðir eru Valencia en nýverið samdi kappinn til þriggja ára við þennan risa í spænska boltanum en líkast til hefur hann heillað þá Valenciamenn þegar Zaragoza slógu þá appelsínugulu út nokkuð óvænt í úrslitakeppninni á Spáni nú í júní síðastliðin. Flestir ættu svo að muna eftir því að Jón Arnór spilaði einmitt með liði Valencia á sínum tíma.
Þess má svo einnig geta að Valencia hafa ekki bara fengið Aguilar frá CAI Zaragoza því þeir fengu einnig Belgíska bakvörðinn Sam Van Rossom til liðs við sig og því hafa tveir leikmenn til margra ára hjá Zaragoza skrifað undir samning við Valencia.