FIBA (Alþjóða körfuknattleikssambandið) kynnti á dögunum nýjarr útgáfur af reglunum sem notaðar skuli í körfubolta á komandi tímabili. Samkvæmt fréttatilkynningu KKÍ tóku reglurnar gildi við upphaf Íslandsmótsins 2024-25.
Hér má finna tengla á reglurnar og skjal um þessar breytingar en einnig má finna myndband frá FIBA þar sem allar þessar breytingar eru útskýrðar.
Samkvæmt fréttatilkynningu KKÍ:
FIBA skiptir þessum breytingum í tvo flokka, miklar breytingar og minni breytingar.
Undir stóru breytingar falla tvö atriði.
- Nýrri innkastslínu hefur verið bætt við, bekkjarmegin á vellinum. Síðustu 2 mínútur fjórða leiklhuta eða framlenginga eftir leikhlé og þjálfari vill færa innkast á sóknarvöll þá má þjálfarinn ráða hvoru megin innkastið er tekið ef leikhléið er eftir skoraða körfu. Ef hins vegar innkastið er eftir leikbrot þá skal innkastið tekið sömu megin og það hefði verið tekið á varnarvelli.
- Nokkrum atriðum hefur verið bætt við í kaflann um leiðréttanleg mistök og þeim skipt upp í tvo flokka.
Í flokk 1 hefur verið bætt við að það megi leiðrétta víti ef dómarar hafa bent röngum leikmanni á að taka vítin. Eins má laga ef þeir hafa sýnt villu á rangan einstakling og að lokum mega þeir laga mistök við tímatöku. Öll mistök sem eru í flokki 1 má nú laga hvenær sem er fyrstu 38 mínútur leiksins en eftir það má aðeins leiðrétta þau þar til knötturinn hefur farið í annað sinn í leik eftir mistökin. Það er hlutverk ritara og aðstoðarritara að aðstoða dómara við að leiðrétta mistökin
Í flokki 2 eru mistök varðandi skotklukku eins og að hún hafi verið sett af stað á röngum tíma, stoppuð á röngum tíma eða endursett ranglega. Þessi mistök má öll leiðrétta þar til skotklukkan hefur verið endursett vegna nýs valds.
Í flokknum um minniháttar breytingar er nokkur atriði og verða þau nefnd hér sem skipta máli á Íslandi.
- Texti um ábyrgð allra sem taka þátt í leiknum er ítrekaður og gerður skýrari með að það er á ábyrgð allra að leikurinn fari vel fram.
- Regla um knatttruflun er gerð skýrari varðandi að varnarmaður snerti spjald eða hring og valdi því að karfan hristist. Þessi regla á einungis við ef snerting varnarmannsins veldur því að knöttur sem á möguleika á að fara ofan í körfuna tekur greininlega óeðlilega stefnubreytingu vegna þess að karfan hristist.
- Nýju villuspjaldi hefur verið bætt við á ritaraborðið en það sýnir GD og á ritaraborð að sýna það þegar leikmaður hefur fengið tvær tæknivillur, tvær óíþróttamannslegar villur eða eina af hvoru. Eins á að sýna þetta ef þjálfari hefur fyllt tæknivillukvóta sinn án þess að hafa fengið beina brottrekstrarvillu.
- Bætt hefur verið við nýju dómaramerki sem sýnir að þegar villa var dæmd hafi leikmaður verið að senda boltann og því sé innkast en ekki tvö skot