spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaBreytingar í Skagafirðinum

Breytingar í Skagafirðinum

Nýliðar Tindastóls hafa gert breytingar á leikmannahópi sínum fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild kvenna.

Félagið hefur sagt upp samningi sínum við Melissa Diawkana og í stað hennar kemur Ilze Jakobsone. Ilze er 30 ára 168 cm lettneskur bakvörður sem kemur til Tindastóls frá Felix Perez í Paragvæ, en þá hefur hún einnig verið hluti af lettneska landsliðinu á síðustu árum.

Fréttatilkynning:

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á leikmannahópi kvennaliðs Tindastóls. Melissa Diawkana hefur kvatt liðið og í hennar stað hefur verið samið við hina lettnesku Ilze Jakobsone. Ilze er mætt til landsins og verður klár fyrir næsta leik.

Israel Martin, þjálfari liðsins segir: “Ilze er lettneskur leikstjórnandi með landsliðsreynslu. Hennar helstu stykleikar eru að koma skipulagi á bæði varnar- og sóknarleik og að koma öllum leikmönnum í takt við leikinn. Hún er fjölhæf í sókn, getur skotið, sótt að körfunni og hefur gott auga fyrir sendingum.”

Dagur Þór, formaður segist ánægður með gengi liðsins það sem af er tímabili, “Við viljum láta til okkar taka í þessari deild og höfum metnað til að byggja upp sterkt og öflugt kvennalið til framtíðar. Mannabreytingar eru stundum nauðsynlegur partur af því ferli. Liðið hefur spilað skemmtilegan körfubolta og ég hlakka til að sjá þær loksins spila hérna heima á þriðjudaginn, ég vonast til að sjá troðfulla stúku”

Næsti leikur kvennaliðsins er þriðjudaginn 3.des, þegar Haukar mæta norður í Síkið en áður spilar karlaliðið geng Álftanesi föstudaginn 29.nóv.

Fréttir
- Auglýsing -