spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBreytingar í Breiðholtinu

Breytingar í Breiðholtinu

ÍR hefur samið við Zarko Jukic um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í fyrstu deild karla.

Zarko mun koma í stað Gabriel Adersteg sem á dögunum var sagt upp störfum hjá félaginu. Zarko er danskur landsliðsmaður lék á síðustu leiktíð í Leb Silver deildinni á Spáni en hefur komið víða við og lék meðal annars með liði KR sem fór í undanúrslit efstu deildar tímabilið 2020-2021 þar sem liðinu var sópað út af Keflavík.

Búast má við því að Zarko spili sinn fyrsta leik föstudaginn 24. nóv þegar ÍR fá Skallagrím í heimsókn.

Fréttir
- Auglýsing -