spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBreytingar í Borgarnesi

Breytingar í Borgarnesi

Skallagrímur hefur samið við Jermaine Hamlin um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu, en samkvæmt henni mun Jermaine koma í stað Ishmael Sanders.

Jermaine er 24 ára 208 cm bandarískur miðherji sem kemur til Skallagríms frá Oulun í finnsku fyrstu deildinni, en þar hafði hann skilað 13 stigum, 6 fráköstum og 2 vörðum skotum að meðaltali í leik á tímabilinu.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við Jermaine Hamlin til að leika með meistaraflokki karla.

Jermaine er er kraftmikill, stór og sterkur miðherji, góður varnarmaður og góður frákastari sem klárar vel í kringum körfuna.

Við bjóðum Jermaine velkominn í Skallagrím.

Deildin hefur sagt upp samningi við Ishmael Sanders.

Fréttir
- Auglýsing -