spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBreytingar á venslasamningum samþykktar um síðustu helgi

Breytingar á venslasamningum samþykktar um síðustu helgi

Körfuknattleiksþingi KKÍ lauk um seinastliðna helgi. Þetta var það 56. og það hófst að morgni laugardagsins 15. mars og lauk stuttu fyrir kvöldmatarleytið. Kristinn Albertsson var var kjörinn formaður KKÍ til næstu tveggja ára en hann fékk þar þorra atkvæða gegn mótframbjóðanda sínum, Kjartani Magnúsi Ásmundssyni.

Ásamt því að kjósa nýjan formann og staðfesta nýja stjórn var kosið um tillögur að reglubreytingum fyrir komandi tímabil 2025-26. Ein af þeim breytingum var sú er var gerð á venslasamningum.

Hérna má lesa um helstu breytingar frá þinginu

Reglugerðarbreyting frá KR, Stjörnunni og KV og KFG um venslasamninga fór í gegn. Lið geta núna sótt sér allt að 6 leikmenn á venslasamninga svo lengi sem þeir komi allir frá sama liði. Ef sóttir eru leikmenn á venslasamninga frá mismunandi liðum má ennþá bara fá 3. KV getur þá t.d. sótt 6 leikmenn á vensla frá KR en Skallagrímur má aðeins sækja 3 venslaða leikmenn ef þeir koma frá ÍA og einhverju öðru liði, sem dæmi. 6 venslasamningar frá sama liði, annars bara 3.

Fréttir
- Auglýsing -