spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaBreskur meistari fyrir framan 16 þúsund áhorfendur

Breskur meistari fyrir framan 16 þúsund áhorfendur

Chris Caird og félagar í London Lions tryggðu sér á dögunum breska meistaratitilinn eftir sigur gegn Cheshire Phoenix í úrslitum, 88-85, en þeir höfðu einnig farið nokkuð örugglega í gegnum deildarkeppni tímabilsins þar sem þeir unnu 33 leiki og töpuðu aðeins 3.

Átta liða og undanúrslitin voru þriggja leikja einvígi sem Lions fóru nokkuð örugglega í gegnum, en lokaúrslitin aðeins einn leikur gegn Cheshire Phoenix fyrir framan yfir 16 þðúsund áhorfendur í O2 höllinni í höllinni í London.

Chris kvaddi Ísland síðasta haust eftir að hafa leikið og þjálfað um áraraðir bæði hjá Tindastóli og Selfossi til þess að gerast aðstoðarþjálfari London Lions í bresku úrvalsdeildinni, en hann er að upplagi frá Bretlandi.

Fréttir
- Auglýsing -