Á hverju ári er mikið karpað um að sá erlendi leikmaður sem komin er sé líkast til sá besti sem hingað hefur komið. Samkvæmt því virðast þeir kanar sem hingað koma verða betri með hverju árinu. Undirritaður er þessu ósammála og telur að þeir bestu séu ekki bara frábærir körfuknattleiksmenn heldur einnig þeir sem skilja eftir minningar, eru fyrirmyndir utan vallar og ekki skemmir þegar þeir skila tiltlum til síns félags.
Brenton Birmingham fyllir svo sannarlega í þessi skilyrði sem ég set. Einkar lunkinn bakvörður sem var illur viðureignar og er í raun enn þegar hann tekur sig til. Í viðtali við Víkurfréttir segir Brenton að bakmeiðsli hafi sett stórt strik í feril sinn sem körfuknattleiksmaður. "Líkast til hefði ég verið eins og Darrel Lewis og spilað til fertugs hefði ég sloppið við þessi meiðsli" lætur Brenton hafa eftir sér í viðtalinu.
Brenton segir einnig frá því þegar hann fór í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Jesus Shuttlesworth sem að Ray Allen túlkaði svo að lokum fyrir Spike Lee. "Það gekk ekki vel og ég var stressaður." sagði Brenton.
Hægt er að lesa allt viðtalið hér.