spot_img
HomeFréttirBrenton og Helena best

Brenton og Helena best

02:47

{mosimage}
(Brenton og Helena)

Í kvöld fór fram lokahóf KKÍ. Hófið heppnaðist frábærlega og skemmtu gestir sér vel. Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir fóru heim með stærstu verðlaunin en þau voru kosin best í vetur í Iceland Express-deild karla og kvenna. Að vanda var lið ársins valið ásamt því að varnarmaður ársins, erlendi leikmaður ársins, prúðasti leikmaður ársins og besti ungi leikmaðurinn var valinn. Körfuknattleikssambandið veitti einnig fjölmiðlaverðlaun ásamt því að það veitti gull- og silfurmerki. Suðurnesjaliðin voru sigursæl í kvöld og tóku hver verðlaunin á fætur öðru.

Í vetur var tekin upp sú nýbreytni að verðlaun fyrir tölfræði voru veitt á meðan úrslitakeppnin stóð yfir í stað þess að þau séu afhent á lokahófinu. Fyrir vikið var verðlaunaafhending í kvöld meira spennandi og skemmtilegri.

Veislustjóri kvöldsins var leikarinn góðkunni Björgvin Franz Gíslason og stóð hann sig frábærlega. Nokkur vel valin skot fengu að fjúka á nokkra gesti og uppskáru þau ávallt mikil hlátursköll. Hannes Jónsson, formaður KKÍ, hélt ræðu ásamt Friðriki Inga Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra KKÍ, en hann stjórnaði verðlaunaafhendingunni af stakri snilld.

{mosimage}
(Bestu ungu leikmennirnir ásamt bestu leikmönnum ársins)

Fjölmiðlaverðlaun KKÍ hlaut Víkurfréttir og eru þau vel að verðlaununum komin. Páll Ketilsson eigandi Víkurfrétta tók á móti verðlaununum.

{mosimage}
(Páll Ketilsson eigandi Víkurfrétta)

Silfurmerki KKÍ hlaut Hafdís Helgadóttir en hún náði þeim merka áfanga að setja met í efstu deild kvenna á Íslandi en hún er leikjahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Hún hefur leikið 22 tímabil í röð frá tímabilinu 1986-87 þrátt fyrir að hafa eignast 3 börn í millitíðinni.

Valur Ingimundarson hlaut gullmerki sambandsins en þessi þrautreyndi þjálfari og leikmaður er einn leikja- og stigahæsti leikmaður íslensk körfubolta. Hann hefur þjálfað Njarðvík, Tindastól, Skallagrím og danskt félag við góðan orðstír. Valur er einn landsleikjahæsti leikmaður Íslands.

{mosimage}
(Hafdís Helgadóttir og Valur Ingimundarson)

KKDÍ veitt sérstök verðlaun en þeir heiðruðu fjóra einstaklinga sem lagt mikið af mörkum til þess að auðvelda dómurum störf sín. Þeir Óskar Ófeigur Jónsson, Helgi Helgason, Brynjar Örn Steingrímsson og Guðjón Þorsteinsson hafa allir hjálpað íslenskum dómurum. Allt frá því að taka upp leiki og koma þeim til þeirra eða að sækja leikskýrslur um miðja nætur.

Besti erlendi leikmaður Iceland Expess-deild karla var Tyson Patterson KR og hjá konunum var það Tamara Bowie Grindavík.

{mosimage}
(Þjálfarar ársins – Einar Árni og Ágúst)

Dómari ársins í Iceland Expess-deild karla var Sigmundur Már Herbertsson Njarðvík.

Prúðasti leikmaðurinn var Pálína Gunnlaugsdóttir Haukum og Justin Shouse Snæfell.

Besti varnarmaðurinn var Pálína Gunnlaugsdóttir Haukum og Brenton Birmingam Njarðvík.

Besti ungi leikmaðurinn var Jóhann Ólafsson Njarðvík og Margrét Kara Sturludóttir Keflavík.

Þjálfari ársins í Iceland Express-deild kvenna var Ágúst S. Björgvinsson Haukum og hjá körlunum var það Einar Árni Jóhannsson Njarðvík.

{mosimage}
(Brenton Birmingham)

Lið ársins: Brenton Birmingham Njarðvik, Páll Axel Vilbergsson Grindavík, Sigurður Þorvaldsson Snæfell, Hlynur Bæringsson Snæfell og Friðrik Stefánsson Njarðvík.

Lið ársins: Helena Sverrisdóttir Haukum, Hildur Sigurðardóttir Grindavík, Margrét Kara Sturludóttir Keflavík, Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík og María Ben Erlingsdóttir Keflavík.

Leikmaður ársins í Iceland Express-deild kvenna var Helena Sverrisdóttir Haukum og í Iceland Express-deild karla var Brenton Birmingham.

{mosimage}
(Allir vinningshafar kvöldsins)

myndir: vf.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -