spot_img
HomeFréttirBreki við komuna aftur til Hauka "Líður eins og ég hafi mikið...

Breki við komuna aftur til Hauka “Líður eins og ég hafi mikið að sanna”

Nú í hádeginu staðfestu nýliðar Hauka að þeir hefðu samið við þá Breka Gylfason úr ÍR og Hilmar Smára Henningsson úr Stjörnunni fyrir komandi átök í Subway deild karla. Báðir hafa leikmennirnir leikið áður fyrir félagið, Hilmar Smári síðast árið 2019, en Breki árið 2021.

Breki lék á sínum tíma upp alla yngri flokka og með meistaraflokki Breiðabliks, en skipti yfir í Hauka 2016 þar sem hann var allt til ársins 2021. Á yfirstandandi tímabili var hann með ÍR og skilaði 5 stigum og 2 fráköstum á 15 mínútum spiluðum að meðaltali í leik, en hann er 25 ára gamall. Þá lék hann á sínum tíma með öllum yngri landsliðum Íslands, sem og á síðustu árum hefur hann leikið 9 leiki með A landsliði Íslands.

Breki segir spennandi tíma framundan og að honum líði eins og hann eigi mikið að sanna á komandi tímabili með Haukunum.

Viðtal / Stefán Þór

Fréttir
- Auglýsing -