spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBreki Gylfa: Þýðir ekkert annað en að vera jákvæður

Breki Gylfa: Þýðir ekkert annað en að vera jákvæður

Breki Gylfa átti ágætis leik fyrir Hauka er liðið tapaði gegn Þór Þ og var heitur fyrir utan eins og allir!:

Í fyrsta lagi var þetta geggjaður leikur! Mjög skemmtilegur leikur!

Já…hann var rosa opinn en við vildum ekki hafa hann svona opinn. Við vildum gera mikið betur varnarlega, aðalhluturinn í dag var vörnin…sem klikkaði hjá okkur.

Akkúrat…og auðvitað erfitt fyrir ykkur að sjá skemmtanagildi leiksins enda töpuðuð þið honum…! En þú spilaðir fínt í þessum leik, í það minnsta sóknarlega, og barátta í þér og þínum liðsfélögum og góður andi í liðinu en það dugði bara ekki…

Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður, við erum komnir með 2 nýja menn inn og það tekur bara tíma að slípa saman liðið. Þeir voru svolítið týndir í sókninni, sérstaklega í seinni hálfleik, og vorum svo bara alveg út á þekju varnarlega. Við þurfum bara að stilla okkur saman og horfa fram til næsta leiks.

Mér fannst vera eitthvað jákvætt yfir þessu hjá ykkur þrátt fyrir allt, Pablo og Jackson virðast vera mjög líklegir til að styrkja liðið mikið, þetta var nú bara fyrsti leikur þeirra…

Algerlega, við verðum bara að vera jákvæðir, það er ekkert annað í stöðunni. Pablo kemur með mikla reynslu inn í liðið og Jalen er flottur leikmaður og við þurfum bara að byggja á þessu.

Það var svo sem ýmislegt sem klikkaði hjá ykkur varnarlega en þeir hittu líka rosalega vel og reyndar þið líka, einkum framan af. En Styrmir lék ykkur grátt og var erfiður í gegnumbrotunum, þið virtust vera í vandræðum með að matcha upp á móti honum, hraður og stór…?

Já, hann gerði rosalega vel að kötta af veiku hliðinni og kláraði vel í kringum körfuna. Hann gerði bara rosalega vel og á allt hrós skilið.

Mikið rétt. Nú eruð þið orðnir fullmannaðir, loksins, og eins og þú segir þá þýðir lítið annað en jákvæðni og bara næsti leikur…?

Jújú, algerlega!

Sagði Breki sem lét engan bilbug á sér finna. Næsti leikur Hauka er gegn Njarðvík í Ólafssal og undirritaður er feginn að vera ekki þjálfari Njarðvíkinga…

Viðtal: Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -