Breiðablik hafa gengið frá samningi við Nathen Garth um að leika með liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili. Nathen Garth er 188 cm hár leikstjórnandi sem lék við góðan orðstýr með 1. deildar liðunum New Mexico Lobos og Santa Barbara í bandaríska NCAA háskólaboltanum og er sagður afar fljótur leikmaður sem sér völlinn vel. Frá þessu er greint á heimasíðu Blika.
Í frétt Blika segir einnig:
Breiðablik mun tefla fram ungu og efnilegu liði á næsta tímabili og eftir að hafa tapað naumlega fyrir Fjölni í æsispennandi 3 leikja seríu í undanúrslitum 1. deildar í vor er stefnan sett beint á úrvalsdeildarsætið. Það er von félagsins að koma Nathen styrki liðið í toppbaráttu 1. deildarinnar.