Breiðablik hefur samið við Alejandro Rubiera um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í fyrstu deild karla. Alejandro er 23 ára, 190 cm spænskur leikstjórnandi sem kemur til liðsins frá Aquimisa Carbajosa í Leb Plata deildinni á Spáni, en þar var hann liðsfélagi landsliðsmannana Hjálmars Stefánssonar og Tómasar Þórðs Hilmarssonar fyrr á tímabilinu.
Breiðablik er sem stendur í 1.-4. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Sindri, Hamar og Álftanes. Samkvæmt tilkynningu mun Alejandro verða klár í slaginn í næsta leik með liðinu gegn Fjölni.
Tilkynning:
Breiðablik hefur samið við Alejandro Rubiera um að leika með liðinu það sem eftir lifir keppnistímabils í 1. deild karla.
Alejandro er 190cm. hár leikstjórnandi fæddur árið 1998. Hann gengur til liðs við Breiðablik frá spænska LEB-Silver liðinu Circulo Gijon.
Alejandro er góð þriggjastigaskytta og vaskur varnarmaður sem kemur til með að styrkja liðið í baráttunni sem framundan er.
Kappinn er nú þegar kominn til landsins og verður klár í slaginn í næsta leik gegn Fjölni.
Við bjóðum Alejandro hjartanlega velkomninn í Kópavoginn