Breiðablik hefur verið að stækka mikið síðustu ár og nú í byrjun tímabils hefur verið gríðarlega mikil ásókn á æfingar hjá yngri flokkum og því þarf deildin að fjölga þjálfarum innan sinna raða.
Breiðablik er með gríðarlega metnaðarfullt yngri flokka starf og vill legja metnað í að hafa hæfustu þjálfara sem völ er á hverju sinni og nú er svo komið að mikil vöntun er á þjálfurum.
Breiðablik auglýsir því eftir metnaðarfullum þjálfurum sem hafa áhuga á því að menta sig frekar sem þjálfarar og að vinna með áhugasömum iðkendum í félagi sem leggur mikinn metnað í yngri flokka.
Margt er í boði, s.s. aðalþjálfarar yngri flokka og aðstoðarþjálfarar. Deildin greiðir fyrir frekari menntun alla þjálfara innan sinna raða og hvetur alla þjálfara til að ná sér í aukna menntun.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við yfirþjálfara deildarinnar, Ívar Ásgrímsson á [email protected].