spot_img
HomeFréttirBreiðablik lauk tímabilinu með sigri

Breiðablik lauk tímabilinu með sigri

Breiðablik sigraði Þór Akureyri þegar liðin áttust við í kvöld í Smáranum í 1. deild kvenna. Heimakonur byrjuðu leikinn betur, börðust vel og voru grimmar að sækja fráköstin. Þórsurum gekk illa að nýta færin sína í upphafi leiks en hresstust þó fljótlega við og leiddu þær með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 20-21. Annar leikhluti var jafn og spennandi og hvorugt liðið á því að gefa neitt eftir. Breiðablik var sterkari aðilinn í upphafi seinni hálfleiks og höfðu heimakonur náð 10 stiga forystu þegar um tvær mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Þær létu forystuna ekki af hendi eftir það og sigruðu leikinn með 14 stigum, 86-72.

 

Leikurinn i kvöld var síðast leikur Breiðablikskvenna í deildinni í vetur en lokaleikur Þórs fer fram á morgun þegar þær sækja Njarðvíkinga heim. Breiðablik lýkur þvi keppni í 4. sæti deildarinnar með 18 stig en Þór situr í 5. sæti með 14 stig.   

Myndir (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -