spot_img
HomeBikarkeppniBreiðablik í bikarúrslitin eftir öruggan sigur gegn Snæfell

Breiðablik í bikarúrslitin eftir öruggan sigur gegn Snæfell

Breiðablik lagði Snæfell í kvöld í undanúrslitum VÍS bikarkeppni kvenna, 55-89. Snæfell er því úr leik í keppninni á meðan að Breiðablik bíður andstæðingur í úrslitaleik sem fram fer komandi laugardag í Smáranum.

Fyrir leik

Breiðablik og Snæfell að sjálfsögðu ekki í sömu deild deildarkeppninnar. Snæfell að koma úr fyrstu deildinni á meðan að Breiðablik er í Subway deildinni.

Þá var Snæfell einnig að leika án bandarísks leikmanns síns Sianni Amari Martin, sem meiddist á dögunum. Munaði um minna fyrir Snæfell, en hún hafði skilað 35 stigum, 8 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik í vetur.

Gangur leiks

Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað. Breiðablik betri aðilinn á furstu mínútunum, en Snæfell gerir ágætlega að halda í við þær. Munurinn þó 7 stig að fyrsta fjórðung loknum, 18-25. Undir lok fyrri hálfleiksins gengur Breiðablik enn frekar á lagið og eru 15 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 33-48.

Stigahæst fyrir Snæfell í fyrri hálfleik var Rebekka Rán Karlsdóttir með 8 stig á meðan að bæði Birgit Ósk Snorradóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir voru komnar með 12 fyrir Breiðablik.

Segja má að Blikar hafi gert útum leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Koma forystu sinni í tæp 30 stig á fyrstu mínútum þriðja leikhluta. Snæfell nær þó að koma í veg fyrir að bilið breikki eitthvað meira fyrir lok leikhlutans, sem endar 46-71. Fjórði leikhlutinn nánast formsatriði, sem Blikar klára með 34 stiga sigri, 55-89.

Tölfræðin lýgur ekki

Það munaði nokkru á liðunum í vel flestum tölfræðiþáttum. Blikar í heild með 123 framlagsstig fyrir frammistöðuna á meðan að Snæfellsliðið var með 46 framlagsstig.

Atkvæðamestar

Michaela Lynn Kelly var atkvæðamest fyrir Blika í leiknum með 20 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Þá bætti Isabella Ósk Sigurðardóttir við 19 stigum og 17 fráköstum.

Fyrir Snæfell var það Minea Ann-Kristin Takala sem dró vagninn með 8 stigum, 11 fráköstum, 3 stoðsendingum og Preslava Radoslavova Koleva bætti við 14 stigum og 4 fráköstum.

Hvað svo?

Breiðablik mun mæta sigurvegara viðureignar Hauka og Njarðvíkur komandi laugardag 19. mars í Smáranum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Márus Björgvin)

Fréttir
- Auglýsing -