spot_img
HomeFréttirBreiðablik hafði sigur á Fjölni í Dalhúsum

Breiðablik hafði sigur á Fjölni í Dalhúsum

Breiðablik sigraði Fjölni þegar liðin áttust við í Dalhúsum í 1. deild kvenna í kvöld. Fjölnisstúlkur byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu fjögur stig hans. Blikar komust þó fljótt inn í leikinn og eftir tæplega fimm mínútur var staðan orðin 6-9 fyrir Breiðablik. Við tók kafli þar sem lítið gekk í sókninni hjá heimastúlkum, gestirnir gengu á bragðið og höfðu náð 12 stiga forystu í stöðunni 6-18. Erna María Sveinsdóttir átti lokaorðið fyrir Fjölni í leiklutanum og setti niður þrist rétt í þann mund sem tíminn rann út. Breiðablik leiddi því með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 9-18. Fjölnir byrjaði annan leikhluta af krafti og minnkaði forystu Blika í 5 stig í tvígang. Seinni hluti leikhlutans var eign gestanna og leiddu þær með 18 stigum í hálfleik, 19-38.

Breiðablik hitti vel úr skotum sinum í upphafi seinni hálfleiks, bæði inni í teig og fyrir utan þriggja stiga línuna. Latavia Dempsey var áberandi í liði gestanna og skoraði 13 stig í leiklutanum, þar af 8 stig á um mínútu kafla snemma í honum. Fjölnisstúlkur sóttu þó grimmt að körfu Blika og voru oft að ná að skapa sér góð færi þó boltinn hafi ekki alltaf ratað rétta leið. Gestirnir leiddu með 25 stigum eftir þriðja leikhluta, 37-62. Þrátt fyrir góða baráttu Fjölnis í fjórða leikhluta, þá náðu þær ekki að gera atlögu að forystu gestanna og Breiðablik sigraði með 23 stigum, 56-79.

Latavia Dempsey var stigahæst í liði Breiðabliks með 30 stig og 5 stolna bolta. Telma Lind Ásgeirsdóttir skoraði 13 stig fyrir gestina og tók 7 fráköst og Elín Sóley Hrafnkelsdóttir skoraði 10 stig og tók 5 fráköst. Hjá Fjölni voru Fanney Ragnarsdóttir og Sigrún Anna Ragnarsdóttir stigahæstar með 15 stig hvor og Rósa Björk Pétursdóttir og Erna María Sveinsdóttir bættu við 8 stigum.

Fjölnir 56 – 79 Breiðablik (9-18, 10-20, 18-24, 19-17)

Stigaskor Fjölnis: Fanney Ragnarsdóttir 15 stig, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 15 stig, Rósa Björk Pétursdóttir 8 stig/5 fráköst, Erna María Sveinsdóttir 8 stig, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 7 stig/10 fráköst, Elísa Birgisdóttir 2 stig, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 1 stig/7 fráköst, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0 stig, Kristín María Matthíasdóttir 0 stig, Margrét Eiríksdóttir 0 stig.

Stigaskor Breiðabliks: Latavia Dempsey 30 stig/5 stolnir boltar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 13 stig/7 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10 stig/5 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 7 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6 stig/13 fráköst/4 varin skot, Katla Marín Stefánsdóttir 5 stig, Arndís Þóra Þórisdóttir 4 stig, Berglind Karen Ingvarsdóttir 2 stig, Inga Sif Sigfúsdóttir 2 stig, Hafrún Erna Haraldsdóttir 0 stig, Elín Kara Karlsdóttir 0 stig, Thelma Rut Sigurðardóttir 0 stig.  

Myndasafn (Bára Dröfn)

Mynd: Latavia Dempsey var stigahæst Blika í kvöld með 30 stig

Fréttir
- Auglýsing -