Breiðablik hefur sagt upp samningi sínum við Chelsey Shumpert og samið við Micaela Kelly um að leika með liðinu í Subway deild kvenna.
Í fjórum leikjum í vetur var Shumpert með 24,3 stig, 5,5 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik
Kelly kemur úr Central Michican skólanum þar sem hún skilaði 23,7 stigum, 5 fráköstum og 4,3 stoðsendingum að meðaltali í leik á lokaári sínu. Hún var valin í annari umferð nýliðavals WNBA í vor af Connecticut Sun í en komst ekki í lokahópinn fyrir tímabilið.
Kelly byrjaði tímabilið í Tyrklandi með Antalya Gunesi þar sem hún var með 14 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún er væntanlega til landsins á miðvikudagsmorgun og ætti því að vera klár í næsta leik Breiðabliks sem er næstkomandi sunnudag í Smáranum kl. 20:15 á móti Fjölni.