Breiðablik hefur samið við hina bandarísku Brooklyn Pannell um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild kvenna. Blikar enduðu í næstneðsta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, en bera miklar vonir um að Pannell styrki liðið á þeirri næstu.
Pannell hefur áður leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Finnlandi, en mun nú stíga næstu skref ferilsins í Smáranum.