Í kvöld fór fram leikur Breiðabliks og Álftanes. Breiðablik hefur byrjað mótið ílla, búin að tapa báðum sínum leikjum á meðan Álftanes vann góðan sigur í síðustu umferð. Þrátt fyrir afleitt veður þá var mætingin á leiknum bara nokkuð góð, bæði stuðningsmenn Blika og Álftnesinga. Leikurinn varð aldrei spennandi þrátt fyrir að það væri möguleiki á því í öðrum leikhluta, Álftanes vann 71:91.
Álftnesingar settu tóninn strax í byrjun þegar Haukur Helgi negldi niður þriggja stiga körfu strax í upphafi. Þeir voru síðan með frumkvæðið allan leikhlutann enda enduðu nánast öll skot með körfu, meðan blikum voru mislagðar hendur. Vörn Álftnesinga var líka töluvert betri en Blikana, leikhlutinn endaði 20-32.
Annar leikhluti hófst með látum, ekki hittni en látum. Það var hlaupið fram og til baka meira af kappi en forsjá. Eftir tvær mínútur var staðan 0-4 í leikhlutanum, þá var Kjartani nóg boðið og tók leikhlé. Eins góðir og Álftnesingar voru í fyrsta leikhluta þá voru þeir vægast sagt daprir í þessum leikhluta. Það má ekki taka það af Blikum að það var mun meiri barátta og trú í þeim, en þeir voru samt oft sjálfum sér verstir, þegar þeir gátu komið leiknum í einhvern leik, þá hlupu þeir með boltan í ögöngur og köstuðu svo honum yfirleitt beint í fangið á Álftanes. Staðan í hálfleik, 35-44.
Álftnesingar ætluðu svo sannarlega ekki að láta annan leikhluta endataka sig, skorðu 10 fyrstu stigin og Ívar neyddist til að taka leikhlé. Restin gekk ekkert mikið betur hjá Blikunum, Álftnesingar héldu sínu striki og unnu þennan leikhluta örugglega og leiddu 53-70 og ekkert sem benti til annars en að Álftnesingar tækju stigin tvö sem í boði eru.
Síðasti leikhlutinn var endurtekning á þriðja leikhluta, Álftnesingar fengu oftar en ekki frekar opin skot, hittu ekki alltaf samt. Á meðan var þetta meira ströggl fyrir Blikana sem héldu áfram að hlaupa í ógöngur og kasta svo boltanum eitthvert. Leikurinn löngu búinn þegar minni spámenn fengu að spreyta sig, öruggur sigur hjá Álftanes, 71-91
Eftir leikinn eru Breiðablik en án stiga á meðan Álftanes er komin með sex stig.
Það var fátt um fína drætti hjá Blikunum, Keith Jordan stóð þó fyrir sínu, með 25 stig og 11 fráköst. Everege, sem oft hefur verið betri, var með 14 stig.
Hjá Álftanes átti Wilson skínandi leik ogg var með 23 stig og 11 fráköst. Haukur Helgi var góður þó maður hafi það á tilfinningunni að hann hafi bara leikið á hálfri getu, en hann skoraði 15 stig og var með 6 fráköst.
Næstu leikir þessara liða í Subway deildinni verða 26. Október þegar Blikar heimsækja Grindavík á meðan Álftnesingar bjóða Njarðvíkinum heim í Forsetahöllina.