Stjarnan hefur samið við bandaríska bakvörðinn Brandon Rozzell um að leika með liðinu á seinni hluta tímabilsins. Rozzell, sem er 29 ára gamall, er reynslumikill atvinnumaður, en hann lék síðast með Lulea í efstu deild í Svíþjóð. Áður var hann á mála hjá Svendborg Rabbits í Danmörku, þar sem hann lék meðal annars undir stjórn núverandi þjálfara Stjörnunnar, Arnars Guðjónssonar.
Rozzell var bæði valinn verðmætasti leikmaður dönsku efstu deildarinnar tímabilið 2015-16, sem og verðmætasti leikmaður úrslita í Svíþjóð árið 2016-17, en það tímabil leiddi hann Lulea til sænska titilsins.
Samkvæmt heimildum er Rozzell væntanlegur til landsins um áramótin og verður hann klár í fyrsta leik á nýju ári, sem verður gegn ÍR þann 6. janúar