Grindvíkingurinn Bragi Guðmundsson hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Penn State í bandaríska háskólaboltanum.
Bragi er 19 ára gamall bakvörður sem leikið hefur upp alla yngri flokka og með meistaraflokki Grindavíkur, þar sem á síðasta tímabili hann skilaði 10 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá hefur hann einnig leikið fyrir yngri landslið Íslands á síðustu árum.
Pennsylvania State University er staðsettur í University Park í Pensylvaníu ríki Bandaríkjanna, en lið þeirra Penn State Nittany Lions leikur í Big Ten hluta fyrstu deildar háskólaboltans, sem er einn sterkasti hluti háskólaboltans.