spot_img
HomeFréttirBragi tekur við kvennaliði Fjölnis

Bragi tekur við kvennaliði Fjölnis

 
Fjölnir hefur fengið nýjan þjálfara fyrir lið sitt í Iceland Express deild kvenna en sá heitir Bragi Hinrik Magnússon og stjórnaði síðast Stjörnunni í Iceland Express deild karla. Bragi mun stýra Fjölni út þessa leiktíð og áfram á þeirri næstu samkvæmt samningi sem hann gerði við Grafarvogsliðið í gær.
Bragi tekur við stjórnartaumunum af Eggerti Maríusyni sem var látinn fara á dögunum en á meðan Fjölnismenn leituðu að nýjum þjálfara stýrðu Örvar Kristjánsson og Bjarni Magnússon Fjölniskonum til síns fyrsta sigurs í deildinni.
 
Bragi Hinrik tekur við Fjölni á botni deildarinnar og bíður hans því ærinn starfi en næsti leikur liðsins er á erfiðum útivelli næsta laugardag þegar Fjölnir heimsækir topplið Hamars í Hveragerði.
 
Ljósmynd/ Karl West Karlsson: Frá undirritun samningsins í gærkvöldi. Bragi ásamt Steinari formanni KKD Fjölnis og leikmönnum meistaraflokks.
Fréttir
- Auglýsing -