spot_img

Bragi tekur við Haukum

Breytingar hafa orðið á stjórn Hauka. Sökum anna í daglegu starfi hefur Jónas Jónmundsson látið af störfum sem formaður, en í hans stað kemur Bragi Hinrik Magnússon. Braga þekkja körfuknattleiksaðdáendur vel, en hann lék á sínum tíma bæði fyrir Hauka og íslenska landsliðið. Síðan þá hefur hann sinnt bæði stjórnarsetu og þjálfun.

Þá tekur Tóbías Sveinbjörnsson við varaformennsku af Gísla Hildibrandi Guðlaugssyni.

 

Fréttir
- Auglýsing -