Haukar lögðu Skallagrím nokkuð örugglega í kvöld í Ólafssal í fyrstu deild karla, 109-71. Eftir leikinn eru Haukar í efsta sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Skallagrímur er í 7. sætinu með 10 stig.
Karfan spjallaði við Braga Guðmundsson leikmann Hauka eftir leik í Ólafssal. Bragi var stórgóður fyrir Hauka í kvöld, skilaði 17 stigum og 4 fráköstum á aðeins 15 mínútum spiluðum.
