Boston Celtics hafa ráðið nýjan þjálfara en það er hinn 36 ára gamla Brad Stevens. Stevens fór með Butler háskólann í úrslit árin 2010 og 2011. Kemur þessi ráðning á óvart enda talið að valið hjá Boston stæði á milli Brett Bowen og Jay Larranaga.
Stevens er búinn að þjálfa Butler síðustu sex ár við mjög góðan orðstír. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann töluverða reynslu en hann er aðeins 36 ára gamall. Áður en hann varð þjálfari Butler skólans starfaði hann hjá liðinu og því búinn að vera lengi hjá Butler.
Þessi ráðning hjá Danny Ainge er í takt við að félagið ætli sér að byggja upp liðið frá grunni og því kemur ekki á óvart að félagið hafi ráðið ungan þjálfara.
Nú þegar Boston er búið að ráða þjálfara geta þeir farið að beita sér eitthvað á leikmannamarkaðnum þ.e.a.s. ef þeir ætla sér það.
Stevens er búinn að þjálfa Butler síðustu sex ár við mjög góðan orðstír.
Mynd: Vonandi fyrir aðdáendur Boston mun Brad Stevens verða farsælli í Boston en Rick Pitino varð.