10:05:00
Síðasta umferð NBA-deildairnnar fyrir Stjörnuleikinn fór fram í gær þar sem Boston vann mikinn seiglusigur á Dallas Mavericks, Miami vann Chicago Bulls með körfu einni sekúndu fyrir leikslok og Golden State vann sinn fjórða sigur í fimm leikjum þegar þeir lögðu Portland Trailblazers.
Úrslit næturinnar:
Miami 95
Chicago 93
Boston 99
Dallas 92
Portland 98
Golden State 105
ÞJ