spot_img
HomeNBABoston tróna á toppi NBA - Enn tapa Lakers

Boston tróna á toppi NBA – Enn tapa Lakers

Í uppgjöri toppliða NBA deildarinnar þá var það sigursælasta lið deildarinnar, Boston Celtics sem unnu sannfærandi sigur á liði Pheonix Suns þegar liðin mættust í Arizona í nótt. 125:98 varð niðurstaða kvöldsins og leiddu Celtics með mest 45 stigum á tímabili í leiknum. Tvíhöfða skrímsli þeirra Celtics, Tatum og Brown leiddu liðið með sitthvort 25 stigin en hjá Pheonix var það Devin Booker sem krafsaði upp 17 stigum. Boston Celtics þetta fornfræga stórveldi virðist vera komið á þann stað sem þeir eiga heima, á toppi NBA deildarinnar.

Hitt stórveldið í deildinni hefur séð betri daga. LA Lakers hafa farið skelfilega af stað í deildinni í ár og í nótt fengu þeir en eitt tapið í fangið þegar þeir renndu yfir landamærin og spiluðu gegn Toronto. Toronto settu 126 stig gegn 113 stigum Lakers og þeir Lakersmenn slást nú við að koma sér í 50% vinningshlutfall. Siakam og VanVleet gáfu þeim félögum frá Boston ekkert eftir og hlóðu í sitthvort 25 stigin fyrir Toronto. Lakers mættu vængbrotnir til leiks og spiluðu án Lebron (ökklameiðsli) og jú haldið ykkur fast, Antony Davis veikur heima. Lonnie Walker leiddi lið Lakers með 16 stig þetta kvöldið.

Annars fóru önnur úrslit næturinnar svona:
Or­lando Magic – Los Ang­eles Clip­p­ers 116:111
Brook­lyn Nets – Char­lotte Hornets 122:116
New York Knicks – Atlanta Hawks 113:89
Chicago Bulls – Washingt­on Wiz­ards 115:111
Memp­his Grizzlies – Okla­homa City Thund­er 123:102
Milwaukee Bucks – Sacra­mento Kings 126:113
Minnesota Timberwol­ves – Indi­ana Pacers 121:115
New Or­le­ans Pelicans – Detroit Pist­ons
Utah Jazz – Gold­en State Warri­ors 124:123

Fréttir
- Auglýsing -