spot_img
HomeFréttirBoston og Phoenix enn á sigurbraut

Boston og Phoenix enn á sigurbraut

Stuðningmenn Boston Celtics ættu að vera nokkuð ánægðir með gengi sinna manna undanfarið, en þeir unnu í nótt sinn áttunda sigur þegar þeir lögðu Utah að velli, en þeir hafa einungis tapað einum leik í vetur.
 
Það tap kom einmitt gegn Phoenix sem eru sömuleiðis á mikilli ferð og unnu í nótt sigur á New Orleans Hornets.
Þá unnu Cleveland Orlando þar sem LeBron James gerði 36 stig, og SA Spurs unnu í nótt nágrannaslaginn gegn Dallas Mavericks og það án Tim Duncan og Tony Parker.
 
Einhver staðbundin bölvun virðist liggja á New York Knicks og NJ Nets því að hörmungin hélt áfram hjá þessum grannaliðum í nótt. Knicks töpuðu fyrir Atlanta og hafa unnið einn leik af níu, en Nets töpuðu fyrir Philadelphia og hafa þannig tapað öllum átta leikjum sínum í vetur.
 
Hér eru úrslit næturinnar:
 
Golden State 94
Indiana 108
 
Chicago 89
Toronto 99
 
Utah 86
Boston 105
 
Atlanta 114
New York 101
 
Philadelphia 82
New Jersey 79
 
Charlotte 75
Detroit 98
 
Denver 102
Milwaukee 108
 
Portland 107
Minnesota 84
 
Cleveland 102
Orlando 93
 
Dallas 83
San Antonio 92
 
Memphis 79
Houston 104
 
Oklahoma City 83
LA Clippers 79
 
New Orleans 104
Phoenix 124
 
 
Fréttir
- Auglýsing -