spot_img
HomeFréttirBoston marði Dallas í tvíframlengdum leik

Boston marði Dallas í tvíframlengdum leik

NBA deildin bauð upp á heila 13 leiki í nótt, einn þeirra þurfti að tvíframlengja þegar Boston Celtics tóku á móti Dallas Mavericks. Heimamenn í Boston mörðu sigur en tæpara mátti það vart standa og lokatölur 117-115 Boston í vil.
 
Staðan að loknum venjulegum leiktíma í viðureign Boston og Dallas var 96-96 þar sem Rajon Rondon átti afleitt lokaskot fyrir Boston. Framlengja varð öðru sinni í stöðunni 105-105 þar sem nú var komið að Paul Pierce en lokaskot hans var varið. Boston komst spölkorn frá í annarri framlengingunni, Dallas fékk vissulega sín tækifæri en í stöðunni 115-112 grýttu þeir boltanum út af og þar með var björninn endanlega unninn.
 
Rajon Rondon vantaði bara eitt frákast upp á þrennuna en hann skoraði 16 stig í leiknum, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Stigahæstur í liði Boston var Paul Pierce með 34 stig og 6 fráköst. Hjá Dallas var O.J. Mayo með 24 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.
 
 
Úrslit næturinnar:
 

FINAL
 
7:00 PM ET
BKN
94
TOR
88
20 17 31 26
 
 
 
 
27 18 19 24
94
88
  BKN TOR
P Johnson 23 Davis 24
R Evans 11 Davis 12
A Johnson 4 Calderon 15
 
Highlights
 
FINAL
 
7:00 PM ET
ATL
Fréttir
- Auglýsing -