spot_img
HomeNBABoston Celtics NBA meistarar - Sigursælasta lið frá upphafi

Boston Celtics NBA meistarar – Sigursælasta lið frá upphafi

Boston Celtics tryggðu sér sinn NBA 18. meistaratitil í nótt þegar þeir lögðu Dallas Maverics í 5. leik liðanna í einvíginu um NBA meistaratitilinn. 106:88 varð niðurstaða kvöldsins frá TD Garðinum í Boston og lokuðu þeir grænu einvíginu nokkuð örygglega 4:1 þrátt fyrir að hafa fengið vænan skell í leik númer fjögur í Dallas.

Boston gengu hart til verka í nótt og strax í fyrri hálfleik höfðu þeir komið sér í um 20 stiga forystu og þá forystu létu þeir aldrei af hendi en seinni hálfleikur hélst þó jafn að mestu og það var aðeins í öðrum leikhluta sem að Dallas eigðu von þegar þeir minnkuðu muninn niður í 9 stig en restina af leiknum sáu þeir aldrei til sólar og Boston Celtics rúlluðu í hús sínum 18. meistaratitli og tryggðu sig enn frekar á toppi sigursælasta liðs frá upphafi í NBA.

Jaylen Brown sem skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og sendi 6 stoðsendingar í gær var eftir leik valin mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins og viðeigandi að hann hafi tekið við “Bill Russell bikarnum” eftir leik. Kappinn búin að spila feykilega vel fyrir Celtics alla úrslitakeppnina og var einnig besti leikmaður úrslitaeinvígisins í austrinu. Í gærkvöldi var það hinsvegar Jason Tatum sem leiddi Celtics með 31 stig og 11 stoðsendingar.

“Kvöldið í kvöld verður eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Ég er búin að þurfa að hlusta á fólk tala alskonar vitleysu um mig í gegnum tíðina en þessi titill og tilfinning gerir það að engu.” sagði Tatum eftir leik.

NBA metið fyrir flesta titla var bætt sem fyrr segir í gær en um leið varð Joe Mazzulla þjálfari Celtics er yngsti þjálfari frá því árið 1976 til að stjórna NBA liði til titils en Joe er aðeins 35 ára gamall.

Sá 18. bætist í safnið
Fréttir
- Auglýsing -