spot_img
HomeFréttirBoston aftur á sigurbraut

Boston aftur á sigurbraut

Boston Celtics komust aftur á sigurbraut eftir fyrsta tap vetrarins þegar þeir lögðu New Jersey Nets að velli í nótt. Nets eru um leið án sigurs í vetur þar sem þeir hafa tapað öllum sjö leikjum sínum.
 
Raunar voru Nets með forystu fyrir lokaleikhlutann þegar Boston-menn girtu sig í brók og kláruðu leikinn með góðum endaspretti.
Sacramento vann óvæntan sigur á Utah þar sem nýliðinn Tyreke Evans átti stórleik með 32 stig og 7 stoðsendingar. Kevin Martin, sjörnuleikmaður Kings, var á dögunum dæmdur úr leik í langan tíma en Evans virðist vera tilbúinn til að taka við keflinu.
 
Þá unnu LA Clippers góðan sigur á vonlausu liði Memphis Grizzlies sem lék án Allen Iverson sem var settur í ótímaundið frí frá störfum eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni með að koma af bekknum fyrir liðið.
 
Hér eru úrslit næturinnar:
 
 
Denver 100
Atlanta 125
 
Boston 86
New Jersey 75
 
Charlotte 90
Chicago 93
 
Toronto 101
Dallas 129
 
New York 87
Milwaukee 102
 
Sacramento 104
Utah 99
 
Memphis 110
LA Clippers 113
 
Fréttir
- Auglýsing -