19:43
{mosimage}
Raziya Mujanovic var stigahæst Bosníustúlkna í B deild
Það verða Bosnía Hersegóvína og Bretland sem taka sæti Svía og Slóvena í A deild kvenna að ári. Bosnía Hersegóvína vann seinni leik sinn gegn Noregi í kvöld 71-45, í B deildinni og þar með báða leikina. Bretar unnu einnig báða leikina gegn Hollendingum, þann seinni 60-54 í Hollandi í kvöld.
Svíar og Slóvenar töpuðu fallbaráttunni í A deildinni fyrir Ungverjum. Það verður því aðeins ein Norðurlandaþjóð í A deild næsta ár, Finnar.
Það er einnig ljóst að uppgangur er í breska boltanum en bæði karla og kvennaliðið unnu sér rétt til að leika í A deild að ári.
Mynd: www.fibaeurope.com