Borgnesingar sóttu annan sigur sinn í röð þegar liðið ferðaðist í Stykkishólm og mætti Snæfell í slagnum um Vesturland.
Til að gera langa sögu stutta má segja að Skallagrímur hafi gefið tóninn snemma og gáfu forystu sína ekki eftir eftir það. Lokastaðan 54-68 sigur Borgnesinga sem stökkva þar með uppfyrir Snæfell og eru í fimmta sæti í deildinni eftir þrjár umferðir.
Hin danska Emilie Sofie Hesseldal átti frábæran leik og endaði með 14 stig, 21 frákast og 6. stoðsendingar. Keira Robinson var einnig öflug með 26 stig. Hjá Hólmurum var Chandler Smith með 15 stig og 15 fráköst en of margir lykilmenn náðu sér ekki á strik í leiknum.
Tölfræði leiksins:
Snæfell-Skallagrímur 54-68 (12-17, 15-24, 15-14, 12-13)
Snæfell: Chandler Smith 15/15 fráköst/3 varin skot, Emese Vida 13/9 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/6 fráköst, Veera Annika Pirttinen 6, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Dagný Inga Magnúsdóttir 0.
Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 26/9 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 14/21 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/9 fráköst, Maja Michalska 9/5 fráköst, Arnina Lena Runarsdottir 8, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 2, Lisbeth Inga Kristófersdóttir 0, Heiður Karlsdóttir 0, Arna Hrönn Ámundadóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0.