spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBorgnesingar með sigur í borginni

Borgnesingar með sigur í borginni

Flest lið eiga sér erfiðan keppninaut sem er með liðið í einhverjum álögum. Í tilfelli Fjölnis þá er það líklega Skallagrímur.  Það er orðið æði langt síðan að Fjölnir hafði betur í rimmu þessara liða og því spennandi að sjá hvort breyting yrði á í kvöld. Fyrir leikinn voru Fjölnismenn á toppi fyrstu deildar með 30 stig en Skallagrímur í 5. sæti með 18 stig.

Skallagrímur byrjaði betur og náði fljótt 3 körfu forystu sem þeir héldu meira og minna fyrstu 10 mínúturnar. Þeir voru ákveðnari í sínum leik en Fjölnismenn og að manni læddist sá grunur að taugar heimamanna væru ekki alveg stöðugar í ljósi síðustu leikja þessarar liða sem áður var nefnt.

Í öðrum leikhluta gáfu gestirnir enn meira í og voru um tíma með 12 stiga forystu. Það var fyrst og fremst vörn gestanna sem hélt heimamönnum í skefjum en þeir voru líka að hitta heldur illa.  Fjölnir náði ágætu áhlaupi í lokin og minnkaði forskotið í 6 stig

Staðan í hálfleik 40-46.

Fjölnismenn komu ákveðnari til leik eftir leikhlé en vörn Skallagríms hélt áfram vel. Jafnræði var á með liðunum en Skallagrímur var ætið skrefinu á undan og jók á ný forystu sína.

Staðan var 61-71  er flautað var til loka þriðja leikhlutans.

Fjörði leikhluti var fjörugur, heimamenn þráðu fátt meira en að halda sinni sigurgöngu áfram og Skallagrímur vildi auðvitað bæta stöðu sína í deildinni og halda uppteknum hætti gagvart Fjölni.

Heimamenn áttu gott áhlaup og náðu að minnka forskotið í 4 stig þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir 73-77.

Skallagrímur var einfaldlega betra liðið í kvöld og stemningin var þeirra. Fjölnir gerði hvað þeir gátu en í kvöld dugði það ekki til og sanngjarn sigur Skallagríms var staðreynd.

Lokatölur leiksins voru  86-97

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -