spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBorche eftir brotthvarfið í Breiðholti "Við munum styðja ÍR um ókomna framtíð"

Borche eftir brotthvarfið í Breiðholti “Við munum styðja ÍR um ókomna framtíð”

Þjálfari ÍR í Subway deil karla síðastliðin sex tímabil Borche Ilievski sagði starfi sínu lausu í gær, en liðið hafði tapað þremur fyrstu leikjum deildarkeppninnar þetta tímabilið.

Borche tók við liðinu árið 2015 þar sem að árangur þeirra í deild hefur verið upp og ofan, en þeirra besti árangur í úrslitakeppninni var þegar að liðið fór alla leið í oddaleik gegn KR um Íslandsmeistaratitilinn 2019.

Staðfesti Borche brotthvarfið á samfélagsmiðlum fyrr í dag með færslu. Hana er hægt að lesa í heild hér fyrir neðan, en í henni segir hann meðal annars að hann og fjölskyldan muni styðja ÍR um ókomna framtíð og að það hafi verið heiður að þjálfa leikmenn þar.

Fréttir
- Auglýsing -