Kristinn Pálsson tryggði Grindvíkingum sigur gegn ÍR í HS Orku Höllinni með þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út, 79-76.
Karfan ræddi við Borche Ilievski þjálfara ÍR eftir tap kvöldsins í HS Orku Höllinni í Grindavík.
Borche eftir leik: “Okkar mesta vandamál er andlega hliðin og ég hreinlega veit bara ekki hvað gerðist; við vorum með afar vænlega stöðu en frusum síðan alveg og misstum niður unnin leik. Þessi ósigur er rosalega sár og ég var nánast orðlaus eftir leik í búningsklefanum – vissi hreinlega ekki almennilega hvað ég átti að segja eða gera; þessi frammistaða okkar undir lokin var hræðileg og vonbrigðin eru svakaleg. Núna erum við einfaldlega í fallbaráttu en með sigri hefði staða okkar varðandi úrslitakeppnina orðið nokkuð vænleg, þess vegna er þessi ósigur svona sár.”
Viðtal / Svanur Snorrason